Eins undarlegt og það er erum við í bandalagi með Bretum og Hollendingum það er að segja Nató. Getur það verið að þjóð sem skilgreinir okkur sem hryðjuverkamenn geti átt samleið með okkur í bandalagi ? Auðvitað áttum við að segja okkur úr Nató og hvað þá ? Við hefðum loks náð þeirri athygli sem ráðamenn þjóðarinnar hafa þráð svo lengi. Hvað hafa menn verið að gera undanfarin ár jú verið að markaðseðja okkur sem valkost í Öryggisráðið. það var í raun hlegið af okkur um víða veröld það er að segja þeir sem vissu um tilveru okkar.
Auðvitað áttum við loksins að ná athygli með því að segja okkur úr Nato og loka Ratsjárstöðvunum. Þá hefðu í það minnsta samþjóðir okkar í Nató tekið eftir að við værum til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.11.2008 | 23:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.