Baugs stjórnin

Mikið fer þetta nafn fyrir brjóstið á Geir Haarde og Hreins Loftssonar fyrrum meðhjálpara Davíðs Oddsonar. En þegar atburðir síðustu daga eru skoðaðir þá er sú stjórn sem verið er að setja saman draumastjórn Baugsveldisins.

það er graf alvarleg má þegar svona stórveldi í íslenskum fjármálaheimi ákveður yfir kaffibolla að taka völdin í sínar hendur. Þeir ákveða að losa sig við eina sjálfstæðismanninn sem þeim líkar ekki við og ófrægja hann. þeir ákveða að senda skilaboð inn á heimili landsmanna til að vara þá við að kjósa Framsóknarflokkinn og allt er þetta gert til að þeirra óskastjórn komist til valda.

Þegar litið er til baka skilur maður vel hversvegna þetta veldi barðist hart gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Hefði það farið í gegn óbreitt þá hefði þetta veldi ekki það vald að geta sent út skilaboð til allra landsmanna í gegnum sinn eigin miðil.

Veldi þetta heldur uppi háu matarverði hér á landi í krafti stærðar. Veldi þetta heldur út sterku fjölmiðlaveldi til að geta komið því til skila sem það vill. Veldi þetta hefur nú ákveðið að taka líka völdin í landinu með því að tryggja sínum flokkum völdin.

Hvað næst ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband