Baugur

Það var athyglisvert að hlusta á varaformann Framsóknarflokksins í Kastljósi núna áðan .  Guðni virkaði mjög grimmur og augsýnilega hefur útspil Geirs og baktjaldamakk gert hann reiðan. Það eru viss vonbrigði hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skilur við Framsóknarflokkinn, setur rýting í bak hans.

Guðni sagðist sjá það í spilunum að Björn Bjarnason yrði ekki ráðherra og væri það til að þóknast Baugsveldinu. Þá veit maður það ef þetta verður raunin hvernig kaupin gerast á eyrinni. Hvað er nú í spilunum ? Steingrímur og Guðni vildu bjóða Ingibjörgu upp í dans ekki er það gæfulegt, ekki mikið dansfólk þar á ferð.

Nei nú á Framsókn að sitja hjá og móta sína stjórnarandstöðu eftir því hvernig Geir skildi við hann í dag. Sem sagt með hörku og með þeim brögðum sem svíður mest undan. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Forsetinn bregst við þegar Geir biðst lausnar og vill síðan fá umboðið nú væri gaman ef Forsetinn tæki sjálfstæða ákvörðun. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband