Eigum við að vera í Nató ?

Eins undarlegt og það er erum við í bandalagi með Bretum og Hollendingum það er að segja Nató. Getur það verið að þjóð sem skilgreinir okkur sem hryðjuverkamenn geti átt samleið með okkur í bandalagi ? Auðvitað áttum við að segja okkur úr Nató og hvað þá ? Við hefðum loks náð þeirri athygli sem ráðamenn þjóðarinnar hafa þráð svo lengi. Hvað hafa menn verið að gera undanfarin ár jú verið að markaðseðja okkur sem valkost í Öryggisráðið. það var í raun hlegið af okkur um víða veröld það er að segja þeir sem vissu um tilveru okkar.

Auðvitað áttum við loksins að ná athygli með því að segja okkur úr Nato og loka Ratsjárstöðvunum. Þá hefðu í það minnsta samþjóðir okkar í Nató tekið eftir að við værum til.


Baugs stjórnin

Mikið fer þetta nafn fyrir brjóstið á Geir Haarde og Hreins Loftssonar fyrrum meðhjálpara Davíðs Oddsonar. En þegar atburðir síðustu daga eru skoðaðir þá er sú stjórn sem verið er að setja saman draumastjórn Baugsveldisins.

það er graf alvarleg má þegar svona stórveldi í íslenskum fjármálaheimi ákveður yfir kaffibolla að taka völdin í sínar hendur. Þeir ákveða að losa sig við eina sjálfstæðismanninn sem þeim líkar ekki við og ófrægja hann. þeir ákveða að senda skilaboð inn á heimili landsmanna til að vara þá við að kjósa Framsóknarflokkinn og allt er þetta gert til að þeirra óskastjórn komist til valda.

Þegar litið er til baka skilur maður vel hversvegna þetta veldi barðist hart gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Hefði það farið í gegn óbreitt þá hefði þetta veldi ekki það vald að geta sent út skilaboð til allra landsmanna í gegnum sinn eigin miðil.

Veldi þetta heldur uppi háu matarverði hér á landi í krafti stærðar. Veldi þetta heldur út sterku fjölmiðlaveldi til að geta komið því til skila sem það vill. Veldi þetta hefur nú ákveðið að taka líka völdin í landinu með því að tryggja sínum flokkum völdin.

Hvað næst ? 


Baugur

Það var athyglisvert að hlusta á varaformann Framsóknarflokksins í Kastljósi núna áðan .  Guðni virkaði mjög grimmur og augsýnilega hefur útspil Geirs og baktjaldamakk gert hann reiðan. Það eru viss vonbrigði hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skilur við Framsóknarflokkinn, setur rýting í bak hans.

Guðni sagðist sjá það í spilunum að Björn Bjarnason yrði ekki ráðherra og væri það til að þóknast Baugsveldinu. Þá veit maður það ef þetta verður raunin hvernig kaupin gerast á eyrinni. Hvað er nú í spilunum ? Steingrímur og Guðni vildu bjóða Ingibjörgu upp í dans ekki er það gæfulegt, ekki mikið dansfólk þar á ferð.

Nei nú á Framsókn að sitja hjá og móta sína stjórnarandstöðu eftir því hvernig Geir skildi við hann í dag. Sem sagt með hörku og með þeim brögðum sem svíður mest undan. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Forsetinn bregst við þegar Geir biðst lausnar og vill síðan fá umboðið nú væri gaman ef Forsetinn tæki sjálfstæða ákvörðun. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband